Við hönnun og gerð matseðla leggjum við upp með ráðleggingar um mataræði frá Heilbrigðisráðuneytinu. Hollur matur stuðlar að góðri  heilsu og auknu úthaldi.

 

Með því að fylgja ráðleggingum um mataræði er auðveldara að tryggja að líkaminn fái þau næringarefni sem hann þarf á að halda og stuðla að góðri heilsu og vellíðan.

 

Þannig má minnka líkur á ýmsum langvinnum sjúkdómum auk þess sem auðveldara er að halda heilsusamlegu holdafari. Fæðubótarefni eru oftast óþörf en þó er mælt með því að taka D-vítamín aukalega yfir vetrarmánuðina og konum sem geta orðið barnshafandi er ráðlagt að taka fólat. Auk þess að veita orku og nauðsynleg næringarefni til vaxtar og viðhalds gegnir maturinn mikilvægu félagslegu hlutverki og er hluti af menningu og sérkennum hverrar þjóðar.